Tannsmíði Marteins

Um Tannsmíði Marteins

Marteinn Gunnarsson hefur starfrækt tannsmíðastofu í Ármúla 26 í rúmlega 30 ár. Fyrstu árin undir eigin nafni en árið 2006 var einkahlutafélagið Tannsmíði Marteins ehf. stofnað um reksturinn. Eini starfsmaður tannsmíðastofunnar er Marteinn eigandi stofunnar sem er tannsmíðameistari, með mikla reynslu í faginu. Nýlega var húsnæðið tekið í gegn innanhúss og lyftu komið fyrir. Einnig var vinnuborðum og tækjum tannsmíðastofunnar skipt út fyrir ný. Ný tækni var tekin í notkun og tæki sem til þurfti keypt ný. Fjórar tannlæknastofur eru í húsinu með jafnmörgum tannlæknum, aðstaða er fyrir fleiri.Tannsmíðastofan þjónustar þessa tannlækna og einnig tannlækna staðsetta annars staðar á Höfuðborgarsvæðinu.

Þjónusta

Markmiðið er að veita góða þjónustu með tækniþekkingu og góðu handverki. Marteinn hefur sótt námskeið, kynningar og sýningar hérlendis og erlendis. Leitast er við að nota bestu efni sem völ er á og vanda til verka og þannig stuðla að því að sem bestur árangur náist. Eingöngu er verslað við birgja hérlendis og í Þýskalandi sem bjóða Evrópuvottaðar vörur. Öll vinna er unnin á Íslandi í hátæknivélum og með höndunum. Ferli vörunnar er gagnsætt og uppruni vörunnar auðrekjanlegur. Mikið af vinnunni er unnin á tannplanta. Postulínsofnar eru nýlegir frá Ivoclar og tekinn hefur verið í notkun þrívíddarskanni sem sendir verkefni á þrívíddarprentara, millun úr zirconium og imax. Nýtt þrívíddartæki frá Erkodent er notað þegar gerðar eru skinnur. Gott samstarf er við Imill og hefur verið undanfarin ár.

Vörur

Á tannsmíðastofunni eru alhliða framleiðsla á því er viðkemur tannsmíðavinnu

  • Stakar krónur
  • Brýr
  • Heilgómar
  • Tannpartar

Einnig eru búnar til skinnur

  • Hvíttunarskinnur
  • Bitskinnur

Svörin hér eru engan veginn tæmandi, en vonandi gefa þau einhverja mynd af þeim lausnum sem í boði eru þegar tannvandamál gera vart við sig.

Getur maður komið beint til þín til að fá unna tannsmíðavinnu?
Nei. Hér er eingöngu unnið fyrir tannlækna, sem sjá um að undirbúa verkefnini hendur tannsmiðsins.
Hér áður var talað um stíftönn, hvað er það?
Þar er um að ræða tönn sem þarf að fá krónu. Þá er tönnin slípuð niður og tekið mát sem tannsmiður smíðar síðan krónu á. Oftast úr postulíni. Stundum úr gulli ef um jaxl er að ræða, en það er orðið sjalfgæft vegna kostnaðar.
Mig vantar tönnina fyrir aftan augntönn. Á að setja tannplanta eða smíða brú?
Þetta er tönnin sem fer oftast, enda ekki góð rót á henni. Ef augntönnin, sem er mjög mikilvæg, er óskemmd og ófyllt þá er mælt með tannplanta og krónu.
Hvort er betra þegar vantar eina eða tvær tennur í bil að láta setja tannplanta eða smíða brú?
Dýrari lausn en betri er að setja planta. Það er einnig tímafrekari aðgerð. Biðtími frá því að planti er settur upp og þar til tönnin er sett í getur verið tveir til fjórir mánuðir. Þessi lausn hefur einnig þann kost að auðveldara er að þrífa svæðið t.d. með tannþræði.
Hvað er brú?
Þar sem tannvöntun er samliggjandi tvær eða fleiri tennur, þá eru smíðaðar tennur í stað þeirra sem vantar. Þær hafðar samfastar og fest við aðliggjandi tennur sitt hvoru megin. Semsagt mynda brú í bilið.
Hvað er tannplanti?
Eins konar skrúfa sem sett er í kjálka, sem síðan tanngervi eru byggð á, t.d. króna.
Gómarnir eru orðnir lausir. Hvað er hægt að gera við því?
Oftast er besta lausnin fólgin í því að setja tannplanta. Um það bil þremur mánuðum síðar eru síðan settar festingar á plantana sem mæta festingum í gómunum eins og smellur.